Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Aðdráttarafl eldstöðvarinnar
Jón Steinar Sæmundsson
Jón Steinar Sæmundsson skrifar
föstudaginn 31. desember 2021 kl. 13:49

Aðdráttarafl eldstöðvarinnar

Þó svo nokkuð sé síðan endalokum gossins hafi verið lýst yfir streyma ferðamenn í hundraðatali á svæðið dag hvern til þess að berja nýrunnið hraunið augum. Enda er þetta algjörlega magnað fyrirbæri. Nýtt land, ósnortið og algjörlega ógróið líkt og gamla hraunið allt um kring var einhverntíman í fyrndinni.

Ekki virðist draga neitt úr þessum forvitnu ferðalöngum það óvissástand sem er nú á svæðinu varðandi yfirvofandi eldgos. Allir sem hætta sér inn á svæðið um þessar mundir fá sms frá Almannavörnum þar um. Í það minnsta dró það ekki kjarkinn úr þessu fólki sem var á ferð um svæðið í veðurblíðunni síðastliðinn mánudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vefmyndavél RÚV á Langahrygg. Hæsti punktur þar sem myndavélin er staðsett er kallaður Gretta.

Gönguleiðin upp á Langahrygg.