Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Alltaf eitthvað nýtt og spennandi að sjá í hverri heimsókn“ - drónamyndir frá gosinu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 11. apríl 2021 kl. 11:52

„Alltaf eitthvað nýtt og spennandi að sjá í hverri heimsókn“ - drónamyndir frá gosinu

„Aðstæður og myndefni breytist dag frá degi eftir því hvernig virknin er og hvert hraun straumurinn liggur. Það er því alltaf eitthvað nýtt og spennandi að sjá í hverri heimsókn,“ segir Jón Hilmarsson, ljósmyndari en hann hefur „vaktað“ gosið fyrir Víkurfréttir frá því það hófst.

„Þessar myndir eru allar teknar með dróna að kvöldi 9. apríl og sýna virknina frá gígnum sem myndaðist annan í páskum sem best. Hann var mjög virkur á þessum tíma og mikið hraunflæði frá honum sem fór í allar áttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einnig eru þarna yfirlitsmyndir af öllu svæðinu sem gefa ágæta mynd af stærðinni á gosinu og því hraunflæði sem hefur orðið frá 19. mars,“ segir Jón.