Zoran og Gunnar taka við Keflvíkingum
Nú innan skamms verður greint frá því hverjir munu taka að sér stjórn meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Keflavík fyrir komandi tímabil en eins og kunnugt er ákvað stjórn Keflavíkur að semja ekki við Willum Þór Þórsson sem hafði stjórnað liðinu undanfarin tvö ár.
Það verða þeir Zoran Ljubicic og Gunnar Oddsson sem munu taka við stjórnartaumunum en blaðamannafundur Keflvíkinga hefst núna klukkan 17:30 þar sem þeir félagar munu skrifa undir.
Nánar verður fjallað um málið síðar hér á vf.is.