Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Yfirlýsing frá Keflavík Music Festival
Sunnudagur 9. júní 2013 kl. 17:50

Yfirlýsing frá Keflavík Music Festival

Forsvarsmenn Keflavík Music Festival hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir þakka þeim sem að mættu og biðjast afsökunar á því sem miður fór.

„Við undirritaðir viljum byrja á að þakka gestum hátíðarinnar fyrir komuna og ekki síður fyrir þá hegðun og umgegni sem lögregluyfirvöld hafa séð ástæðu til þakka sérstaklega. Einnig erum við gríðarlega þakklátir öllum þeim sem komu fram og stóðu með okkur sem og starfsmönnum hina ýmsu aðila sem gerðu þessa tónlistaveislu mögulega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta tækifæri viljum við þó sérstaklega nýta til að biðjast afsökunar á því sem úrskeiðis fór hjá okkur sjálfum. Kappsemi íslendings er stundum meira en viðkomandi ræður við og má með sanni segja að það eigi vissulega við í okkar tilviki. 129 tónlistaratriði á einni helgi hefði verið meiriháttar árangur á okkar litla Íslandi en varð okkur sem stjórnendum ofviða um leið og fyrstu vandamálin komu upp. Sú staða valt síðan uppá sig þannig að erfitt var að ná til okkar sem aftur orsakaði fleiri uppákomur og vandamál. Á þessu öllu biðjumst við innilegrar afsökunar.

Að lokum liggur fyrir að þrátt fyrir allt var gríðarleg stemming á Keflavik Music Festival og skemmtu tónlistargestir sér frábærlega. Fyrir þá staðreynd erum við stoltir og þakklátir þeim sem það gerðu mögulegt. Með það veganesti munum við takast á við frágang þessarar hátíðar og gera okkar besta svo Keflavík Music Festival geti orðið árlegur viðburður um ókomin ár.“

Ólafur Geir Jónsson
Pálmi Þór Erlingsson