Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Yfir 300 andlit bæjarins á aðalsýningu Ljósanætur
Þriðjudagur 1. september 2015 kl. 07:53

Yfir 300 andlit bæjarins á aðalsýningu Ljósanætur

Ljósanætursýning Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsi, Andlit bæjarins, er að þessu sinni unnin í samstarfi við Ljósop, félag áhugaljósmyndara í Reykjanesbæ. Það hefur verið stefna Listasafnsins að á Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar sé heimafólk í fyrirrúmi og hafa listamennirnir hverju sinni tengst Reykjanesbæ með einum eða öðrum hætti. Að þessu sinni eru hvoru tveggja, viðfangsefnin og ljósmyndarinn heimafólk og á sýningunni sem opnar fimmtudaginn 3. september verða rúmlega 300 myndir af bæjarbúum til sýnis og um helgina verða teknar fleiri myndir af íbúum og brottfluttum á fyrirfram auglýstum tímum því takmarkið er að ná sem flestum.
Ljósop er einn af menningarhópum Reykjanesbæjar og hefur ávallt staðið fyrir skemmtilegum sýningum á Ljósanótt og þannig lagt sitt af mörkum til öflugs menningarlífs bæjarins . Upphaflega varð verkefnið Andlit bæjarins til eftir áramótin 2015 þegar Ljósop ákvað að setja upp litla sýningu fyrir Safnahelgi á Suðurnesjum sem haldin var í mars síðastliðnum.

„Við byrjuðum á því að mynda vini og vandamenn en fórum fljótlega að hafa upp á fólki sem gaman væri að mynda. Suma fundum við í kirkjunni, aðra í Sporthúsinu og úti á götu. Auk þess mynduðum við gesti sem komu til okkar á Safnahelginni. Bæjarbúar tóku verkefninu mjög vel, og aðsóknin í myndatöku verið vonum framar! Verkefnið hefur spurst út og smám saman hefur það aldeilis undið upp á sig. Verkefnið hefur mikið og skemmtilegt sögulegt gildi, þá sérstaklega fyrir komandi kynslóðir,“ segir Björgvin Guðmundsson sem tekið hefur allar myndirnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Opnuð hefur verið sérstök vefsíða í kringum verkefnið http://andlitbaejarins.com/
Sýningin er opin alla daga frá 12.00-17.00 og er ókeypis aðgangur.