Werdi og Wagner í Hljómahöllinni
„Þetta gekk bara vel og áhorfendur virtust ánægðir þannig að við stefnum að því að bjóða upp á eitthvað áfram úr óperuheiminum á næsta ári,“ sagði Suðurnesja-bassinn Jóhann Smári Sævarsson en hann stóð fyrir hátíðartónleikum Werdi og Wagners í Hljómahöllinni í gær.
Jóhann ásamt nafna sínum Jóhanni Friðgeiri og söngkonunum Elsu Waage og Bylgju Dís Gunnarsdóttur sungu á tónleikunum við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur, konsertpíanista. Fluttar voru aríur og atriði úr frægustu óperum Werdi og Wagner tveimur af stærstu óperuskáldum sögunnar sem komu fram á sjónvarsviðið fyrir tveimur öldum síðan.
Bylgja Dís Gunnarsdóttir á sviðinu í Hljómahöllinni.
Söngvarar ásamt undirleikara að tónleikunum loknum.