Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vox Felix komið í úrslit Kórar Íslands
Mánudagur 30. október 2017 kl. 10:09

Vox Felix komið í úrslit Kórar Íslands

- söngsveitin Víkingar keppa næsta sunnudag

Ungmennakórinn Vox Felix er kominn áfram í þættinum Kórar Íslands sem sýndur er á Stöð 2, þau fluttu lag Bonnie Tyler „Total Eclypse og the Heart„ í gærkvöldi.
Í íslenskri þýðingu heitir lagið „Mundu mig“, en Vox Felix söng lagið á íslensku.
Þar með er kórinn kominn í sjálfan úrslitaþáttinn sem fram fer þann 12. nóvember næstkomandi.

Söngsveitin Víkingar kemur fram næsta sunnudag eða þann 5. nóvember í undanúrslitum og ef þeir komast áfram þá eru þeir komnir í úrslitaþáttinn ásamt Vox Felix.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vox Felix þakkaði fyrir sig á Facebook síðu sinni og sögðu þetta:

Endalausar þakkir til ykkar allra.
Við komumst áfram í úrslit þökk sé ykkur öllum sem kusuð.
Úrslitin verða 12.nóvember og munum við auglýsa okkur betur fyrir það !
Takk takk og aftur takk .

Það verður spennandi að fylgjast með Víkingunum næsta sunnudag en þá kemur í ljós hvort það verður Suðurnesja slagur eftir um tvær vikur í þættinum.