Vox Felix - sönghópur fyrir 16-25 ára
Vox Felix er sönghópur ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára. Stjórnandi er Arnór B. Vilbergsson sem Suðurnesjamenn þekkja fyrir margvísleg skapandi tónlistarstörf, ekki síst á sviði popptónlistar. Nægir þar að nefna sýninguna, Með blik í auga, sem sýnd var fjórum sinnum á Ljósanótt, fyrir fullu húsi.
Þarna gefst ungu fólki tækifæri til þess að kynnast spennandi hliðum á tónlistinni og láta á sig reyna í þessu skapandi verkefni. Kórinn mun taka fyrir létt trúarleg verk auk annars tónflutnings. Kirkjurnar á Suðurnesjum standa í sameiningu fyrir kórnum. Nemendur FS geta fengið góða ástundun metna sem eina einingu.
Æfingar fara fram í Gamla Grágásar húsinu að Vallargötu 14, kl. 16:45 á fimmtudögum.
Ekki þarf að senda tilkynningu, bara mæta á svæðið!