Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vöruþróun í Fríhöfninni í samstarfi við innlenda birgja
Miðvikudagur 14. mars 2012 kl. 11:38

Vöruþróun í Fríhöfninni í samstarfi við innlenda birgja


Nýverið hóf Fríhöfnin að selja nýja og afar skemmtilega útgáfu að íslensku Brennivíni. Um er að ræða 50cl. flösku sem er innfelld í bók ásamt tveimur sérmerktum staupum sem fylgja með. Hér er um að ræða vöruþróun og samstarfsverkefni á milli Fríhafnarinnar og Ölgerðarinnar en þessi útgáfa fæst eingöngu í Fríhöfninni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrsta útgáfa þessarar bókar nefnist „Iceland Survival Handbook“ og er myndskreyting í takt við árstíðina, ljósmynd af manni út í náttúrunni og snævi þakin jörð allt um kring. Viðtökurnar voru vonum framar og er önnur útgáfa komin í hillur Fríhafnarinnar. Sú útgáfa er ögn „hlýlegri“ enda vorið og sumarið framundan og nefnist hún „Learn Icelandic in Two Minutes!“. Bókarkápan sýnir torfbæ þar sem þökin eru fagurgræn líkt og tíðkast að sumarlagi.

„Íslenska Brennivínið hefur verið einhver söluhæsta áfengistegund í verslunum Fríhafnarinnar um árabil og nýtur sérstakra vinsælda meðal erlendra ferðamanna, þess vegna langaði okkur til þess að gera eitthvað sérstakt með þessa vöru, eitthvað sem hentar vel til gjafa. Ég tel að við höfum náð markmiði okkar með þessu enda hefur bókin vakið mikla athygli bæði meðal innlendra og erlendra ferðamanna. Rétt er að nefn að upplag hverrar útgáfu er takmarkað og því verður vonandi smám saman um skemmtilegan safngrip að ræða,“ sagði Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar.