Vortónleikar Víkinganna
Söngsveitin Víkingar heldur sína árlegu vortónleika fimmtudaginn 15. maí kl. 20.30 Ytri-Njarðvíkurkirkju og í Safnaðarheimilinu í Sandgerði föstudaginn 16. maí kl. 20.30Söngsveitin Víkingar var stofnuð 1994 og er Suðurnesjamönnum af góðu kunn. Víkingarnir eru undir stjórn hins góðkunna Sigurðar Sævarssonar. Á efnisskránni er léttleikinn í fyrirrúmi, blanda af íslenskum og erlendum lögum frá ýmsum tímum. Hluti söngskrárinnar er fluttur án undirleiks en að öðru leyti er undirleikurinn dillandi harmoníka Einars Gunnarssonar. Suðurnesjamenn og aðrir velunnarar eru hvattir til að koma og hlýða á söng Víkinganna.
Stjórnin.
Stjórnin.