Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 10. maí 2000 kl. 16:13

Vortónleikar Víkinganna

Söngsveitin Víkingar heldur vortónleika fimmtudaginn 18. maí kl. 20.00 Í Safnaðarheimilinu í Sandgerði og í Keflavíkurkirkju laugardaginn 20. maí kl. 18.00 Söngsveitin, sem er á sjöunda starfsári, er einkum skipuð vöskum sveinum úr Garði og Sandgerði en hefur einnig fengið liðauka af Stór-Njarðvíkursvæðinu. Stjórnandi er hinn valinkunni Einar Örn Einarsson. Efnisskráin er fjölbreytt og samanstendur af íslenskum og erlendum lögum til dægurlaga dagsins í dag. Einnig verða frumflutt lög eftir tvo kórfélaga, þá Vigni Bergmann og Hólmberg Magnússon. Mörg lögin eru útsett sérstaklega fyrir Víkingana af söngstjóra kórsins.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25