Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 11. maí 2023 kl. 09:52
Vortónleikar Víkinga í Sandgerði
Vortónleikar söngveitarinnar Víkingar verða í safnaðarheimilinu í Sandgerði miðvikudaginn 17. maí kl. 20:00. Stjórnandi Víkinga er Jóhann Smári Sævarsson en sonur hans, Sævar Helgi Jóhannsson, sér um undirleik á píanó. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.