Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 13. maí 1999 kl. 10:56

VORTÓNLEIKAR TÓNLISTARSKÓLANNA

Vortónleikaröð Tónlistarskólans í Keflavík heldur áfram föstudaginn 14. maí kl. 20:00 með tónleikum lengri kominna nemenda í Ytri-Njarðvíkurkirkju, þar sem lengst komnir nemendur okkar leika einleik. Laugardaginn 15. maí kl. 16:00 verður svo tónleikar Stúlknakórs T.K., undir stjórn Gróu Hreinsdóttir, í Frumleikhúsinu við Vesturbraut 17. Stúlknakórin er ný komin heim frá Bandaríkjunum úr velheppnuðu tónleikaerðalag. Allir fá nú tækifæri til að heyra lögin sem voru flutt vestra á kóramóti, America Sings, og fleiri stöðum. Sunnudaginn 16. maí verða tvennir tónleikar. Kl. 17:00 verða haldnir vortónleikar fimm samspilshópa í Frumleikhúsinu undir stjórn Jakobs Hagedorn-Olsen. Við sem heyrðum í þessum hópum um jólin viljum ekki missa af þessum tónleikum! Mjög fjölbreytt efni. Seinni tónleikar þennan sama dag verða kl. 20:00 þar sem lúðrasveitirnar þrjár þriggja spila í Frumleikhúsinu við Vesturbraut 17. Yngri kór tónlistarskólans undir stjórn Maríu Guðmundsdóttir syngur einnig. Mánudaginn 17. maí kl. 20:00 verða loka tónleikar í þessari vortónleikaröð: Tónleikar söngdeildar í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Nemendur deildarinnar koma fram í einsöng og kór. Aðgangur er ókeypis á öllum tónleikum og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Miðvikudaginn 19. maí kl. 17:00 fara fram skólaslit í Félagsbíói. Þar munu nemendur fá afhentar einkunnabækur sínar og prófskírteini. Einnig verða flutt vinningslög „Febrúar Tónsmiðjunnar”, tónskáldakeppni skólans. Tónlistarskóli Njarðvíkur: Tónlistarskóli Njarðvíkur stendur fyrir 5 vortónleikum þetta vorið. Nú þegar hafa tvennir tónleikar verið haldnir, þeir fyrri laugardaginn 8. maí í Ytri-Njarðvíkurkirkju, en það voru vortónleikar hljómsveita skólans þar sem fram komu báðar deildir lúðrasveitarinnar, Jass-combo og málmblásarakvartett. Vortónleikar Suzukideildar voru svo sunnudaginn 9. maí á sal Njarðvíkurskóla, haldnir sameiginlega með Suzukideild Tónlistarskólans í Keflavík. Eftir tónleikana bauð foreldrafélag Suzukifiðlunemenda TN og TK upp á kaffi og ljúffengar vöfflur á vægu verði og rann ágóðinn í ferðasjóð nemendanna. Báðir þessir tónleikar voru skemmtilegir og tókust í alla staði mjög vel. Framundan eru síðustu þrennir vortónleikar skólans, í kvöld miðvikudaginn 12. maí kl.20.00 og laugardaginn 15. maí kl.14.00 og kl.16.00, allir í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Á tónleikunum í kvöld, miðvikudag, munu nemendur í hljóðfæradeildum koma fram í einleiks og samleiksatriðum og nemendur Tölvudeildar flytja frumsamið efni. Á tónleikunum á laugardaginn kl.14.00 koma fram nemendur í Forskóla 1en á tónleikunum kl.16.00 koma fram nemendur í Forskóla 2. Einnig munu nemendur Tölvudeildar flytja frumsamið efni á báðum tónleikunum auk þess sem margs konar einleiks og samleiksatriði verða á efnisskrám beggja tónleikanna, flutt af nemendum og kennurum. Aðgangur að tónleikunum er að sjálfsögðu ókeypis og öllum heimill. Skólaslit Tónlistarskóla Njarðvíkur verða svo í Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 18. maí kl.20.00. Þar munu nemendur og kennarar flytja tónlist, nemendur 10. bekkjar útskrifaðir og einkunnir afhentar. Þetta verða jafnframt síðustu skólaslit Tónlistarskóla Njarðvíkur þar sem hann og Tónlistarskólinn í Keflavík verða sameinaðir í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, sem hefur starfsemi sína 1. september n.k. Eldeyjarkórinn með tónleika Á vordögum mun Eldeyjarkórinn, sem starfað hefur í 8 ár, heimsækja Elli- og hjúkrunarheimili svæðisins, taka þátt í kóramóti í Víðistaðakirkju og halda tónleika í Safnaðarheimilinu í Sandgerði. Dagskráin hefst á Uppstigningardag en þá heimsækir kórinn Hlévang, Garðvang og Víðihlíð. Sungið verður fyrir vistmenn og starfsfólk heimilinna auk gestkomandi en þessar heimsóknir hafa verið fastur liður í kórstarfinu ár hvert, á jólaföstum og vordögum. Laugardaginn 15. maí nk. tekur Eldeyjarkórinn þátt í kóramóti eða vorfagnaði 5 kóra í Víðistaðarkirkju í Hafnarfirði. Stjórnandi kórsins er Agota Joó, sem hefur stjórnað kórnum með festu,öryggi og meðfæddri ljúfmennsku sl. 5 ár og náð einstökum árangri með þessum hópi sem allflestir eru vel við aldur. Undirleikur er í höndum, eins og alltaf, Vilbergs Viggósonar sem leikur af sinni alkunnu snilld. Lokahnykkurinn í Sandgerði Eldeyjarkórinn leggur lokahnykkinn á kórstarf vetrarins með tónleikum í nýja Safnaðarheimilinu í Sandgerði. Tónleikarnir, sem haldnir verða laugardaginn 22. maí kl. 16, gefa Eldeyjarkórfélögum tækifæri til að kanna meintan frábæran hljómburð safnaðarheimilisins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024