Vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja

Efnisskráin á tónleikunum kemur úr ýmsum áttum, sungin verða íslensk vorlög, dansar frá ýmsum löndum, söngleikjalög, óperubútar og fleirra.
Ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og átt skemmtilega stund með okkur í sumarbyrjun.
Tónleikarnir verða haldnir sunnudaginn 30. apríl kl. 17 í Duus húsum og miðvikudaginn 3.maí kl. 20 í Ytri-Njarðvíkurkirkju.