Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
Fimmtudagur 27. apríl 2006 kl. 10:49

Vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja

Nú er komið að því að Kvennkakórinn haldi sína árlegu vortónleika og njóti afrakstur vetrarins. Starfið í vetur hefur verið mjög gott, konur mætt tvisvar í viku og sungið undir frábærri stjórn Dagnýar Jónsdóttur.

Efnisskráin á tónleikunum kemur úr ýmsum áttum, sungin verða íslensk vorlög, dansar frá ýmsum löndum, söngleikjalög, óperubútar og fleirra.

Ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og átt skemmtilega stund með okkur í sumarbyrjun.

Tónleikarnir verða haldnir sunnudaginn 30. apríl kl. 17 í Duus húsum og miðvikudaginn 3.maí kl. 20 í Ytri-Njarðvíkurkirkju.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024