Vorsýning dansnema og myndasafn frá dansbikarkeppni
Vorsýning nemenda BRYN Ballett Akademíunnar, Listdansskóla Reykjanesbæjar, verður haldin nk. laugardag, 28. apríl kl. 14:00 og 16:30 í Andrews-menningarhúsinu á Ásbrú. Allir eru velkomnir á vorsýninguna en aðgangseyrir er kr. 1700. Frítt er fyrir 7 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.
Nýverið var haldinn Dansbikar BRYN þar sem fjölmargir nemendur skólans tóku þátt. Í myndasafni Víkurfrétta hér á vf.is er nú hægt að skoða myndasafn frá dansbikarkeppninni.