Vorsöngvar 1. maí í Ytri Njarðvíkurkirkju
Vorsöngvar er yfirskrift tónleika Kammerkórs Hafnarfjarðar sem verða í Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 1. maí kl. 17.00. Að þessu sinni er leitað fanga hjá Svíum, Norðmönnum, Dönum og Færeyingum.
Einnig verða íslenskar kórperlur á efnisskránni.
Allir söngvarnir eru án undirleiks og fjalla þeir um fegurð vorsins, ástina og náttúruna.
Aðgangur er ókeypis.
Nánar á kammerkor.is