Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Vormenn Íslands í Duushúsum
Miðvikudagur 8. febrúar 2006 kl. 15:03

Vormenn Íslands í Duushúsum

Vormenn Íslands munu taka lagið í Duushúsum í Reykjanesbæ n.k. sunnudag kl. 17. Vormenn Íslands skipa þeir Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Óskar Pétursson, Ólafur Kjartan og Jónas Þórir.

Á efnisskrá þeirra félaga eru óperuaríur, sönglög íslensk sem erlend, ný og gömul, ásamt söngleikjatónlist. Þó er spurning hvað þeim tekst að halda andliti og alvarleika lengi dagskrár, enda ekki langt í grín og gaman þegar svona söngfuglar koma saman. Óhætt er að lofa afar fjölbreyttri og skemmtilegri efnisskrá. 

Miðasala fer fram í Duus húsum, opið alla daga 13:00 - 17:30, sími 421 3796.

Af vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024