Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vorhátíð í Njarðvíkurskóla
Fimmtudagur 3. júní 2004 kl. 12:49

Vorhátíð í Njarðvíkurskóla

Hin árlega Vorhátíð Njarðvíkurskóla fór fram í dag og var mikið um dýrðir um alla skólalóðina.

Hátíðin hófst þó á því að allir nemendur skólans gengu fylktu liði í skrúðgöngu sem fór stuttan hring í Njarðvík og svo tók fjörið við. Krakkarnir gátu valið úr ótal skemmtilegum hlutum eins og hoppukastalanum, snúsnú, stultum og mörgu, mörgu fleira. Þá var pokakapphlaup auk þess sem Veltubíllinn var á svæðinu. Þá gátu yngri börnin fengið andlitsmálningu og eftir hasarinn var boðið upp á grillaðar pylsur

VF-myndir/Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024