Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Vorboðinn ljúfi á Suðurnesjum
Föstudagur 20. maí 2016 kl. 09:48

Vorboðinn ljúfi á Suðurnesjum

-blómlegt starf kóra

Segja má að vorboðinn á Suðurnesjum séu vortónleikar sönghópa og kóra sem nú standa yfir og hafa verið vel sóttir.



Sönghópurinn Vox Felix og barnakór í Keflavíkurkirkju héldu skemmtilega tónleika í Kirkjulundi sl. þriðjudagskvöld þar sem jafnframt stigu á stokk hæfileikaríkir einsöngvarar .

Þá hélt kór Keflavíkurkirkju vortónleika sína í Kirkjulundi í gærkvöldi en þar flutti kórinn efni af söngskrá sem flutt verður í ferðalagi kórsins til Ítalíu í byrjun júní. Tónleikarnir voru tileinkaðir minningu Guðmundar Sigurðssonar kórfélaga sem fallinn er frá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá hélt sönghópurinn Víkingar sína vortónleika sama kvöld í Duushúsum en þeir voru jafnframt með tónleika í Sandgerði.

Framundan eru tónleikar Eldeyjar, kórs eldri borgara 26. maí og verða þeir haldnir í Kirkjulundi.

Góða skemmtun Suðurnesjamenn.