Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vonsvikinn á biðilsbuxunum?
Mánudagur 26. maí 2003 kl. 13:07

Vonsvikinn á biðilsbuxunum?

Hvort þessi ungi herramaður var á biðilsbuxunum á laugardagskvöldið skal ósagt látið en hann var aumkunarverður þar sem hann sat úti á tröppum við fjölbýlishús í Keflavík eftir að hafa staðið þó nokkra stund við dyrabjölluna með blómvönd í hendi. Stundin var drykklöng, enda piltur með glas í hönd, en „biðilsbuxurnar“ eru kannski helst til of stuttar. Eftir að hafa setið á tröppunum nokkra stund með hönd undir höku og blómin ofan á farangri sínum kom loksins einhver til dyra... strákur með fótboltatösku og báðir héldu þeir út í fallegt vorkvöldið. Hvaða dama fékk blómin? Góður endir óskast á söguna...

VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024