Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vönduð tónlistardagskrá á Skötumessu í Garði
Þriðjudagur 9. júlí 2013 kl. 09:21

Vönduð tónlistardagskrá á Skötumessu í Garði

Að venju verður Skötumessan í Garði haldinn miðvikudaginn 17. júlí og hefst kl. 19.00 stundvíslega. Þorláksmessa á sumri er 20. júlí ár hvert og var lögleidd árið 1237 í minningu þess að þann dag 1198 voru upp tekin bein Þorláks biskups helga Þórhallssonar í Skálholti. Þorláksmessa að sumri var ein mesta hátíð ársins fyrir siðaskipti. Hefðbundin Þorláksmessa 23. desember er á dánardegi Þorláks biskups 1193.

Að þessu sinni er vönduð dagskrá eins og áður en nú verður tónlistin í fyrirrúmi. Harmonikkuunnendur af Suðurnesjum gefa tóninn, þá koma vinir okkar „Bestu vinir í Bænum“ sönghópur úr List án landamæra, Páll Rúnar Pálsson bassasöngvari, Húsbandið og og botninn í söngsdagskránna slá hinir óviðjafnanlegu „Hálft í hvoru“ þar sem Eyjólfur Kristjánsson, Gísli Helgason, Ingi Gunnar Jóhannsson og Örvar Aðalsteinsson spila íslensk tónlist af bestu gerð. Sérstakur gestur að þessu sinni er eftirherman Sigurður Valur Valsson sem loks mætir á Skötumessuna en hann hefur verið upptekinn síðustu ár þegar Skötumessan hefur verið haldinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á síðast ári styrkti Skötumessan fatlaða einstaklinga, samtök og fjölskyldur um 1.200.000.- kr. Við stefnum að því að gera ekki síður í ár og hvetjum velunnara og fastagesti til að tryggja sér öruggt sæti með því að greiða fyrir aðgang inn á reikning Skötumessunnar  0142-05-70506 kt. 580711-0650 og taka með sér kvittun sem aðgangasmiða. Nú eru allar líkur á því að uppselt verði svo það skiptir máli að tryggja sér miða í tíma. Ekki verða seldir fleiri miðar en rúmast í salnum. Flestir styrkirnir í ár verða afhentir á dagskránni þegar allir hafa borðað nóg af skötunni, plokkfiskinum eða saltfiski sem einnig verður í boði.
Að venju eru aðalstyrktaraðilar Skötumessunnar Fiskmarkaður Suðurnesja, H. Pétursson ehf, Sv. Garður og fl.

Verð pr. mann 3.500 kr.-


Fréttatilkynning frá Skötumessunni.