Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 12. janúar 2000 kl. 15:44

VÖLVAN SPÁIR GÓÐÆRI Á SUÐURNESJUM

Í völvuspá Vikunnar fyrir árið 2000 er spáð um að mikill uppgangur muni verða á Suðurnesjum. Þar segir m.a. að mikið blómaskeið sé nú á Suðurnesjum og þangað muni fólk flytjast. „Mér sýnist Landhelgisgæslan vera að flytja þangað. Suðurnesin eru á uppleið og þar er mikil ónýtt orka“, segir völvan. Hún spáir því einnig að húsnæðiskortur verði á Suður- og Suðvesturlandi vegna fólksflutninga þangað og því verði áfram hátt verð á húsnæði á þessum stöðum. Íþróttaáhugamenn munu gleðjast ef völvan reynist sannspá um gengi knattspyrnuliðs á Suðurnesjum á árinu. „Knattspyrnulið frá Suðurnesjum mun skjótast upp og ganga mjög vel á árinu“, segir völvan. Hvað lið ætli hún eigi við?
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024