Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vogar: Kveikt á jólatrénu á sunnudaginn
Fimmtudagur 4. desember 2008 kl. 13:43

Vogar: Kveikt á jólatrénu á sunnudaginn



Jólaljósin á jólatrénu í Aragerði í  Vogunum verða tendruð sunnudaginn 7. desember n.k. kl. 18:15.
Foreldrafélag Leikskólans verður með aðventukaffi í Félagsmiðstöðinni við Hafnargötu frá kl. 15:00 til 18:00.
Sama dag verður aðventumessa í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd og hefst hún kl. 17:00.
Í framhaldi af messunni verða ljósin á jólatrénu sem stendur í Aragerði tendruð kl. 18:15. Þar munu jólalögin hljóma og heyrst hefur að einhverjir af þeim jólasveinabræðrum muni kíkja við.


VFmynd/elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024