Voffadagur á Háaleiti
Tveir Chinese crested hvolpar heimsóttu leikskólann Háaleiti í dag og glöddu börnin með nærveru sinni. Það var hún Birta María, sem er að hætta á leikskólanum í lok vikunnar, sem fékk góðar vinkonur sínar til að koma með hundana á leikskólann til að sýna vinum sínum á leikskólanum.
Hvolparnir tveir gerðu mikla lukku og fengu börnin að klappa þeim og knúsa.
Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi við þetta tækifæri.