Vissu Hollywood-leikararnir hvar þeir voru?
Þó svo heimsfrægu Hollywood-leikararnir séu löngu farnir af Fróni eftir hálftíma stopp síðdegis á fimmtudag í Leifsstöð er enn verið að flytja fréttir af leikurunum hér heima. Nýjasta fréttin er af heimasíðu Sandgerðisbæjar.Á meðan fjölmiðlar hafa sagt leikarana hafa verið annað hvort í Leifsstöð eða Keflavík og þá átt við samheiti fyrir alþjóðaflugvöllinn í Keflavík slá Sandgerðingar því upp að Hollywood-leikararnir hafi verið í Sandgerði!
Landfræðilega er Leifsstöð í Sandgerðislandi, en leikararnir munu hafa lent á flugbraut í Keflavík eftir að hafa flogið yfir og dáðst af byggðinni í Garði. Síðast þegar Sandgerðingar börðu sér á brjóst í svona málum var þegar Páfinn kom til Íslands og það fyrsta sem hann gerði var að leggjast á hné og kyssa SANDGERÐI! Svona getur þetta verið! :o)
Landfræðilega er Leifsstöð í Sandgerðislandi, en leikararnir munu hafa lent á flugbraut í Keflavík eftir að hafa flogið yfir og dáðst af byggðinni í Garði. Síðast þegar Sandgerðingar börðu sér á brjóst í svona málum var þegar Páfinn kom til Íslands og það fyrsta sem hann gerði var að leggjast á hné og kyssa SANDGERÐI! Svona getur þetta verið! :o)