Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vísir.is fjallar um Hugin Heiðar
Föstudagur 28. desember 2007 kl. 10:03

Vísir.is fjallar um Hugin Heiðar

Hugin Heiðar Guðmundsson ættu flestir lesendur Víkurfrétta að kannast við, en þessi þriggja ára drengur úr Reykjanesbæ hefur upplifað mikið á sinni stuttu ævi. Fljótlega eftir fæðingu var ljóst að hann þyrfti að gangast undir lifrarígræðslu og var hluti af lifur móður hans grædd í hann í aðgerð á barnasjúkrahúsi í Boston.

Þrátt fyrir að langt sé liðið síðan er hættan ekki liðin hjá og snýst hér um bil allt fjölskyldulífið um þarfir Hugins litla.

Vefmiðillinn Vísir.is hefur undanfarið gert málefnum langveikra barna skil og er nýjasta innslagið þar einmitt um Hugin Heiðar.

Smellið hér til að sjá innslagið.

 

Mynd/visir.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024