Virkjunardagurinn haldinn 7. maí - aðstaða fyrir sölubása
Virkjunardagurinn verður haldin 7. maí 2011 á Ásbrú en dagurinn er hugsaður sem styrktardagur fyrir Virkjun, miðstöð fyrir atvinnuleytendur á Suðurnesjum.
„Við viljum koma á framfæra að við ætlum að vera með söluborð fyrir almenning sem vill losna við dót úr geymslunni, bílskúrnum eða hannyrðir eða hvað sem fólki dettur í hug. Borðið er leigt á 5.000 kr. fyrir daginn.
Þeir sem hafa áhuga á að leigja sér borð verði í sambandi við Önnu Margréti í síma 771-2403 á virkum dögum frá 11.00-15.00,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum Virkjunardagsins.