Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Virkjun tekið stakkaskiptum
Þriðjudagur 26. mars 2013 kl. 07:11

Virkjun tekið stakkaskiptum

 

Virkjun á Ásbrú hefur tekið miklum stakkaskiptum upp á síðkastið. Með nýjum umsjónarmanni og nýrri stjórn hefur rekstri verið breitt í tómstundarmiðstöð fyrir alla sem búa á Suðurnesjum. Nú er t.d. í boði ýmis námskeið og afþreying af ýmsum toga. Einnig er boðið upp á  útleigu á sölum hússins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrir skömmu var hér hópur ungra námsmanna frá 12 löndum sem funduðu um hin ýmsu mál tengdum þingræði Evrópusambandsins og var þeim boðið upp á vöfflur og kjötsúpu að íslenskum sið. Friðjón Einarsson var forsprakki þess að þessi hópur þingaði hér í Virkjun á Ásbrú. Þessi 55 manna hópur sýndi mikið þakklæti.

Það hefur verið nóg að snúast hér hjá Virkjun. Frambjóðendur frá stjórnmálaflokkunum hafa verið að heimsækja Vikjun ámiðvikudögum og nú þegar hafa komið Ásmundur Friðriksson úr Sjálfstæðisflokknum, Páll Valur Björnsson úr Nýrri Framtíð og Silja Dögg og Páll Jóhann frá Framsóknarflokkinum. Við hvetjum alla að athuga síðuna virkjun.net til að kynna sér hvað er í boði hjá Virkjun, einnig er hægt að hringja í síma 426-5388 ef fekari upplýsingar vantar.