Vinsælt að tjalda á Garðskaga
– ókeypis að gista á Garðskaga
Það er vinsælt hjá ferðalöngum að gista á Garðskaga. Þar hafa verið tjöld og ferðabílar á tjaldstæðinu í allt sumar en ekki er tekið gjald fyrir að tjalda á Garðskaga.
Í gær var hópur skáta að tjalda á Garðskaga í ágætu veðri. Það var hins vegar farið að blása hressilega á þá þegar þeir vöknuðu í morgun og skátarnir þurfa eflaust að finna sér skjólsælli stað en Garðskaga sem náttstað næstu nótt.
VF-mynd: Hilmar Bragi