Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sunnudagur 9. desember 2001 kl. 23:02

Vinsæl jólasveinafrétt á vf.is

Það er óhætt að segja að fréttin um laglausu jólasveinana í íþróttaskónum hafi slegið í gegn hér á vef Víkurfrétta. Heimsóknir á heimasíðu Víkurfrétta í dag hefur verið fjórfalt meiri en á venjulegum sunnudegi.Vísir.is vakti fyrst athygli á frétt Víkurfrétta en einnig fylgdu aðrir miðlar eins og fréttastofa Ríkisútvarpsins og Bylgjan í kjölfarið. Einnig var getið um fréttina í Textavarpi Sjónvarpsins. Þá var fréttin eitt aðal umræðuefnið yfir sunnudagskaffinu á mörgum heimilum, samkvæmt heimildum okkar úr hafnfirsku stórafmæli.
Eins og áður hefur verið greint frá hefur aðsókn að vf.is aukist verulega síðustu vikurnar. Fréttir eru uppfærðar alla virka daga og einnig um helgar þegar þurfa þykir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024