Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Vinnur með börnum sem beitt hafa verið ofbeldi
Skólafélagar Ölmu studdu hana vel á áhorfendabekkjunum og völdu nokkur vel valin orð á íslensku til að hvetja hana áfram.
Laugardagur 30. september 2017 kl. 08:00

Vinnur með börnum sem beitt hafa verið ofbeldi

- Alma Rut Garðarsdóttir starfar sem barnaráðgjafi í Bandaríkjunum

Grindvíkingurinn Alma Rut Garðarsdóttir hefur verið búsett í Bandaríkjunum frá árinu 2010 og í dag vinnur hún sem barnaráðgjafi á barnastofu. Hún mælir hiklaust með því að fara erlendis í nám, það geti verið gefandi og lærdómsríkt.

Hvenær fórst þú til Bandaríkjanna?
Ég fór út til Bandaríkjanna í ágúst 2010.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í hvaða skóla stundaðir þú nám?
Ég stundaði nám við Kennesaw State University. Ég kláraði BS í sálfræði og síðan master í félagsráðgjöf.

Hvað ertu að gera núna í Bandaríkjunum?                                                                                                Ég vinn sem barnaráðgjafi á barnastofu „Anna Crawford Children Center". Þar sé ég um skjólstæðinga, börn á aldrinum þriggja til átján ára, sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Við vinnum mest með börnum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, líkamlegu ofbeldi, og/eða verið vitni af heimilisofbeldi eða annars konar ofbeldi. Þetta kallast Child Advocacy Center í Ameríku. Barnahús á Íslandi er byggt upp af fyrstu stofnuninni í Ameríku, National Children Advocacy Center, sem er í Huntsville Alabama.
Ég er líka að þjálfa fótbolta til að létta á erfiðum dögum og svona kannski aðallega mér til gamans. Ég er núna að þjálfa U-12 ára stelpur.

Hver er helsti munurinn á Íslandi og Bandaríkjunum að þínu mati?
Ég myndi segja að ég sjái mesta muninn í tækifærunum sem Ameríka býður upp á. Stærðar munurinn er mikill og það segir sig kannski sjálft. Bandaríkin bjóða upp á mikil tækifæri og einnig aukna reynslu. Annars sakna ég öryggisins á Íslandi og ég er enn þann dag í dag að aðlagast.

Heldur þú að þú eigir eftir að koma aftur til Íslands?
Eins og er hef ég það mjög gott hér úti og er ekki að skoða það neitt að koma heim á næstunni.

Saknar þú einhvers á Íslandi fyrir utan fjölskyldu og vina?
Fyrir utan fjölskyldu og vina þá sakna ég íslensku náttúrunnar stundum en aðalega matarins og sælgætisins.

Mælir þú með því að ungt fólk fari út í nám?
Já, ég mæli með því að fólk fari út í nám. Ég mæli með að fólk kanni fyrst skólann og passi upp á að skólinn og námið sem það hyggst fara í sé metið á Íslandi. Það er mjög mikilvægt fyrir nema sem vilja koma aftur heim til Íslands. Nám erlendis getur verið rosalega gefandi og lærdómsríkt.

Hvað hefur þú helst lært á því að búa svona langt í burtu frá þínum nánustu?
Ég hef lært ansi margt á þessum sjö árum í Ameríku. Aðallega að redda mér sjálf í einu og öllu og að njóta hverrar einustu mínútu sem ég hef með mínum nánustu. Ég hef öðlast mikla reynslu og hef vaxið og þroskast bæði sem manneskja og einnig á mínum vinnuferli.