Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 23. febrúar 2000 kl. 15:07

Vinningshafar á slökkvistöðinni

Verðlaun fyrir eldvarnargetraun voru veitt í slökkvistöðinni í Keflafvík í síðustu viku. Vinningshafar voru þær Viktoría Hrund Kjartansdóttir úr Njarðvíkurskóla og Eyrún Ósk Magnúsdóttir úr Myllybakkaskóla. Verðlaunin voru ekki af verri endanum en þær fengu hvor um sig, útvarp með innbyggðum geislaspilara og kasettutæki, bækur og blöð sem varða eldvarnir á heimilum, reykskynjara, viðurkenningarskjal o.fl. Það var Jón Guðlaugsson aðstoðarslökkviliðsstjóri sem veitti þeim verðlaunin. Eldvarnargetraunin hefur verið haldin á landsvísu um árabil í 3. bekkjum grunnskóla á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna í samvinnu við grunnskóla og slökkviliðið í Keflavík. Hugmyndin að baki getrauninni er að vekja börn til umhugsunar um eldvarnarmál og kenna þeim hvernig þau eiga að bregðast við ef hættu ber að höndum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024