Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vinkonukvöld Soroptimista
Frá vinkonukvöldi Soroptimistakvenna.
Laugardagur 2. desember 2023 kl. 06:08

Vinkonukvöld Soroptimista

Þann 2. nóvember hélt Soroptimistaklúbbur Keflavíkur vinkonubingó sem var vel sótt af kátum konum. Appelsínugult þema var allsráðandi í takt við átakið Roðagyllum heiminn sem hófst 25. nóvember og stendur til 10. desember. Markmiðið er að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi gegn konum, með áherslu á að huga að geðheilbrigði og andlegri heilsu. Liturinn táknar bjartari framtíð án ofbeldis. Afrakstur af fjáröflunarkvöldinu rennur til Velferðarseturs fyrir þolendur ofbeldis, sem er nýtt úrræði fyrir íbúa á Suðurnesjum.

Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga styrktu kvöldið með sal, vinningum, skemmtiatriðum, veitingum, skreytingum og fleiru. Sorptimistaklúbbur Keflavíkur vill þakka öllum velunnurum fyrir dýrmæta aðstoð og vegleg framlög.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við viljum vekja athygli á því að Sigurjónsbakarí er að selja snúða og kleinuhringi með appelsínugulum glassúr til styrktar málefninu. Það verður gaman að sjá stofnanir, fyrirtæki og heimili roðagyllt og hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt,“ segir í  frétt frá Soroptimistaklúbbnum.