Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vinjettudagur í Kaffitári
Þriðjudagur 24. október 2006 kl. 15:00

Vinjettudagur í Kaffitári

Vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson sendir frá sér sína sjöttu vinjettubók um þessar mundir. Vinjetturnar eru myndrænar frásagnir sem opna hugarheiminn að margfalt stærri veröld, jafnvel heilli skáldsögu.

Af þessu tilefni verður í kaffihúsi Kaffitárs að Stapabraut upplestur, tónlist og gott kaffi. Nokkrar vinjettur Ármanns fjalla um atburði eða fólk af Suðurnesjunum.

Lesnar verða tvær sögur á hálftíma fresti og byrjar fyrsti upplesarinn klukkan 14.30 laugardaginn 28. október nk.

Á milli upplestra mun Þorvaldur Már sjá um gítarleik. Gefst þá fólki tækifæri til að tala saman, fá sér kaffi og með því. Gott tilboð verður á Cappuchino og tertusneið.

Á sama tíma verður vinjettuvörulínan kynnt. Lesarar verða Ármann Reynirsson,Bryndís Guðmundsdóttir, Særun Karen Valdimarsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir.

Nánari upplýsingar veitir Erla Lúðvíksdóttir í síma 420 2710 eða [email protected].

 

Neðri mynd: Ármann Reynisson

 

 

 

 


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024