Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Föstudagur 18. október 2002 kl. 09:18

Vinjetta til heiðurs þyrlubjörgunarsveitinni

Ármann Reynisson, rithöfundur og viðskiptamaður afhenti flugmönnum þyrlubjörgunarsveitar Varnarliðsins fyrsta eintak Vinjettu II sem kemur út í dag. Ármann fór í eigin persónu og hitti yfirmenn og flugmenn sveitarinnar á Keflavíkurflugvelli og afhenti þeim áritað eintak.Í Vinjettu II er einn kaflinn um björgun 56 th Rescue Squadron þegar bátur strandaði í óveðri og einn sjómaður bjargaðist. Kaflinn nefnist “Hetjudáð". Vinjetta er sambland af smásögu og örsögu. Bókin er ekki seld í bókaverslunum en hægt er að panta hana hjá höfundi sem er með heimasíðuna armannr.com.
Ármann var gestur þáttarins “Sjálfstæðir Íslendingar" hjá Jóni Ársæli Þórðarsyni á Stöð 2 sl. sunnudag. Myndin var tekin við afhendinguna hjá þyrlusveitinni sl. fimmtudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024