Vinir í fótbolta
Í góða veðrinu í gærkvöldi var mikið að gerast á knattspyrnu- og golfvöllum Suðurnesja. Í Garðinum var hresst fólk í fótbolta, en þau hittast tvisvar í viku yfir sumarið og spila fótbolta. Kapparnir koma úr Keflavík, Garðinum og Sandgerði og það fór vel á með þeim í leiknum í gær þrátt fyrir harða baráttu. Á myndinni sést hve hart menn tókust á.