Vinaleg gæs á Fitjum
Þeir eru fjölmargir sem heimsækja fuglana á Fitjum í Reykjanesbæ reglulega til að færa þeim brauð í gogginn. Ein er sú gæs sem heldur til á Fitjum sem er mannelsk í meira lagi. Hún borðar brauðið úr höndum þeirra sem gefa henni og jafnvel fá sumir að strjúka henni eftir matinn.
Ellert Grétarsson Víkurfréttaljósmyndari smellti nokkrum myndum af gæsinni sem má sjá í ljósmyndasafninu okkar hér á vf.is