Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vinabæjartréð tendrað í 51. skipti
Jólaveinarnir tóku lagið með krökkunum og jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. VF-myndir/pket.
Þriðjudagur 3. desember 2013 kl. 09:58

Vinabæjartréð tendrað í 51. skipti

Aðalheiður Agnes Hermannsdóttir, nemandi úr 6. bekk Háaleitisskóla tendraði jólajósin á vinabæjarjólatrénu í Tjarnargötutorgi í Reykjanesbæ sl. laugardag að viðstöddum fjölda bæjarbúa. Sú hefð hefur skapast að nemandi úr 6. bekk er valin til að sinna þessu skemmtilega verkefni.

Vinabæjartréð frá Kristiansand, vinabæ Reykjanesbæjar var nú tendrað  í fimmtugasta og fyrsta sinn. Það var sendiherra Noregs á Íslandi, Dag WernØ Holter, sem afhenti tréð fyrir hönd Kristiansand og Böðvar Jónsson forseti bæjarstjórnar sem veitti því viðtöku. Böðvar fjallaði um þá áherslu sem lögð hefur verið á að gera samfélagið í Reykjanesbæ sem fjölskylduvænast og hvernig það skilar sér margfalt til baka. Hann nefndi sem dæmi góðan árangur nemenda í samræmdum prófum í haust og óskaði hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.

Gestir á Tjarnargötutorgi fengu kakó og piparkökur og margir dönsuðu í kringum jólatréð, börn og fullorðnir. Jólasveinar komu á veglegum slökkvibíl og að venju vöktu þeir rauðklæddu mikla athygli hjá ungdómnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Böðvar Jónsson forseti bæjarstjórnar og Aðalheiður Agnes Hermannsdóttir, nemandi úr 6. bekk Háaleitisskóla sem tendraði jólajósin.

Jólasveinarnir komu á alvöru farartæki en þeir fá alltaf aðstoð frá Brunavörnum Suðurnesja.

Börn og fullorðnir dönsuðu í kringum jólatréð. Böðvar þakkaði sendiherra Noregs á Íslandi, Dag WernØ Holter, fyrir tréð frá Kristiansand.

Þessar ungu dömur buðu gestum upp á kakó og piparkökur.