Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Viltu sýna í Listatorgi?
Föstudagur 4. apríl 2008 kl. 16:11

Viltu sýna í Listatorgi?


Listatorg í Sandgerði var stofnað í september 2007 fyrir tilstuðlan bæjaryfirvalda. Markmiðið var að efla lista- og menningarlíf bæjarbúa jafnt sem annarra íbúa á Suðurnesjum.
Nú er leitað að fólki sem hefur áhuga á að halda sýningu á verkum sínum og þeim sem vilja halda tónleika, námskeið eða aðrar uppákomur í þessum fallega sal gegn vægu gjaldi. ?Nú er vorið loksins komið eftir erfiðan vetur og forvitnum gestum fjölgar með hækkandi sól. Því er lag að grípa tækifærið og skella upp sýningu í Listatorgi eða einhverri annarri uppákomu.
Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við formann Listatorgs, Gullu, í síma 894-4645 eða senda tölvupóst á [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024