Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Viltu koma í heilsukappát?
Opin blakæfing verður í íþróttahúsi Heiðarskóla verður miðvikudagskvöld.
Þriðjudagur 29. september 2015 kl. 18:00

Viltu koma í heilsukappát?

Heilsukappát er meðal viðburða miðvikudaginn 30. sept. í heilsuviku í Reykjanesbæ. Kappátið fer fram í húsi ungmenna bæjarins, 88 húsinu við Hafnargötu 88 og hefst kl. 19.30. Allir eru velkomnir.

Fleiri áhugaverðir dagskrárliðir eru í boði, m.a. kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar í Keflavíkurkirkju og heilsusúpa í Kirkjulundi að henni lokinni kl. 12. Þá er opin blakæfing í íþróttahúsi Heiðarskóla fyrir fullorðna kl. 20 en fyrir unglinga að deginum til. Í boði er svo reykinganámskeið hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum kl. 17-20. Valgeir Skagfjörð leiðbeinandi hjálpar reykingafólki að hætta að reykja.
Fleiri viðburðir eru á dagskrá sem hægt er að sjá hér: http://www.reykjanesbaer.is/files/rnb-heilsuvika-a3-2015-v3.pdf

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024