Villibráðin vinsæl í Lava
Villibráðarkvöld er einn af hápunktum ársins hjá veitingastaðnum Lava í Bláa lóninu. Eins og undanfarin ár rann munnvatnið hjá gestum staðarins en nokkur hundruð gesta nutu magnaðra villibráðarveitinga Lava um næst síðustu helgi.
Hreindýr, lundi, lax, önd og gæs er hluti af villibráðinni sem er borin fram á margvíslegan máta að hætti matrreiðslumeistara Lava. VF smellti af nokkrum myndum á villibráðarkvöldinu um síðustu helgi.