Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Villi verður með tilraunir á Bókasafninu
Laugardagur 9. nóvember 2013 kl. 08:05

Villi verður með tilraunir á Bókasafninu

Vilhelm Anton Jónsson eða Villi naglbítur kemur á Bókasafn Reykjanesbæjar fimmtudaginn 14. nóvember kl. 17:00 og sýnir börnum tilraunir úr nýju vísindabókinni sinni, ásamt því að ræða við börnin um vísindi og veturinn.

Dagskráin er hluti af norrænu bókasafnavikunni sem haldin er um allt land vikuna 11. – 18. nóvember nk.

Einnig verða heppnir þátttakendur dregnir úr þátttökupotti Barnaverðlauna barnanna, sem fór fram á Bókasafninu og í skólabókasöfnum grunnskólanna í vor og sumar, og þeir heppnu verðlaunaðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024