Vill vera arkitekt í framtíðinni
Unglingur vikunnar er Haukur Sveinsson. Hann er 15 ára strákur frá Keflavík sem var að útskrifast úr Holtaskóla.
Hvað ertu gamall?
15 ára
Í hvaða skóla ertu?
Ég var að klára Holtaskóla og er að fara í Verzló
Hvar býrðu?
Keflavík
Hver eru áhugamálin þín?
Hlusta á tónlist og spila fótbolta
Ertu að æfa eitthvað?
Já ég æfi fótbolta
Hvað viltu vera þegar þú ert orðinn stór?
Arkítekt
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Sjá fólk vakna snemma á meðan þú sefur út
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera?
Að bíða í langri röð
Ef þú mættir sitjast niður með hvaða fimm manns sem er og spjalla við þau, hver væru þau?
Kurt Cobain, Jim Morrisson, Jesús, Lil Pump og Gordon Ramsey
Án hvaða hlutar getur þú ekki verið?
Símans míns og heyrnatóla
Hvað er lífs-mottóið þitt?
Use your haters as your motivators
Uppáhalds skyndibitastaður/veitingastaður?
Biryani, þeir kunna sko að gera kebab
Uppáhalds hljómsveit?
Nirvana
Uppáhalds mynd?
Lord of the rings
Uppáhalds lag?
Öll lög með Nirvana
Uppáhalds þáttur?
Daredevil
Drauma bíllinn?
Mercedes Benz g-class 6x6