Viljum sjá fleiri krakka úr Keflavík
Félagsmiðstöðin Fjörheimar hóf starfsemi sína fyrir skömmu. Aðsókn hefur verið góð, það sem af er að sögn Hafþórs Birgsinssonar, forstöðumanns Fjörheima en auk hans starfar Nílsína Einarsdóttir í Fjörheimum.
Dagskrá vetrarins er mjög fjölbreytt. Þar má nefna Bara-kvöld, billiardklúbb, hin sínvinælu Fjöreggjakvöld, forvarna- og fræðslukvöld, söngvakeppni Fjörheima, para- og vinaballið, Fjörstöðina og margt fleira.
„Billiardklúbburinn er mjög vinsæll, en fyrsta kvöldið mættu 33 krakkar. Þythokkíið hefur einnig verið mjög vinsælt og gólftennis, en það er alveg ný íþrótt á Íslandi og mjög skemmtileg. Simmi og Jói frá Popp Tíví komu hér um daginn til að prófa gólftennisinn og höfðu gaman af. Ég spilaði þetta sjálfur í gamla daga og tók mig síðan til í janúar og samdi reglur“, segir Hafþór.
Félagsmiðstöðin Fjörheimar er ætluð öllum unglingum í Reykjanesbæ í 8.-10. bekk. Að sögn Hafþórs mættu krakkar úr Keflavík vera duglegri við að koma í Fjörheima. „Ég er búinn að fara í alla skólana og kynna starfsemi vetrarins og vona að krakkar í Holta-, Heiðar- og Myllubakkaskóla láti sjá sig. Fjörheimar eru ekki bara fyrir krakka í Njarðvíkurskóla“, segir Hafþór.
Í Fjörheimum er hugmyndakassi en þar geta unglingarnir komið með sínar eigin hugmyndir. Foreldrar eru einnig hvattir til að koma í heimsókn eða hringja í Fjörheima og fræðast um starfið og koma með ábendingar, ef þeim finnst að eitthvað megi betur fara.
Nánari upplýsingar um starfsemi Fjörheima og vetrardagskrána er að finna á heimasíðunni www.gjorby.is/fjorheimar. Síminn er 421-2363 og 421-4222.
Dagskrá vetrarins er mjög fjölbreytt. Þar má nefna Bara-kvöld, billiardklúbb, hin sínvinælu Fjöreggjakvöld, forvarna- og fræðslukvöld, söngvakeppni Fjörheima, para- og vinaballið, Fjörstöðina og margt fleira.
„Billiardklúbburinn er mjög vinsæll, en fyrsta kvöldið mættu 33 krakkar. Þythokkíið hefur einnig verið mjög vinsælt og gólftennis, en það er alveg ný íþrótt á Íslandi og mjög skemmtileg. Simmi og Jói frá Popp Tíví komu hér um daginn til að prófa gólftennisinn og höfðu gaman af. Ég spilaði þetta sjálfur í gamla daga og tók mig síðan til í janúar og samdi reglur“, segir Hafþór.
Félagsmiðstöðin Fjörheimar er ætluð öllum unglingum í Reykjanesbæ í 8.-10. bekk. Að sögn Hafþórs mættu krakkar úr Keflavík vera duglegri við að koma í Fjörheima. „Ég er búinn að fara í alla skólana og kynna starfsemi vetrarins og vona að krakkar í Holta-, Heiðar- og Myllubakkaskóla láti sjá sig. Fjörheimar eru ekki bara fyrir krakka í Njarðvíkurskóla“, segir Hafþór.
Í Fjörheimum er hugmyndakassi en þar geta unglingarnir komið með sínar eigin hugmyndir. Foreldrar eru einnig hvattir til að koma í heimsókn eða hringja í Fjörheima og fræðast um starfið og koma með ábendingar, ef þeim finnst að eitthvað megi betur fara.
Nánari upplýsingar um starfsemi Fjörheima og vetrardagskrána er að finna á heimasíðunni www.gjorby.is/fjorheimar. Síminn er 421-2363 og 421-4222.