Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vilborgu pólfara fagnað í Leifsstöð
Vilborgu pólfara fagnað í Leifsstöð í nótt. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Mánudagur 28. janúar 2013 kl. 09:38

Vilborgu pólfara fagnað í Leifsstöð

Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari kom til landsins seint í gærkvöldi eftir tæplega þriggja mánaða ferðalag og 60 daga göngu á suðurpólinn. Vilborg Arna náði markmiði sínu þann 17. janúar sl. Vilborgu var fagnað í Leifsstöð eftir miðnætti í gærkvöldi af fjölskyldu og vinum.

Á meðan á göngu Vilborgar stóð safnaði hún áheitum fyrir Líf styrktarfélag Kvennadeildar Landspítalans. Nú hafa safnast um 13,5 milljónir með beinum framlögum fólks og fyrirtækja.

Enn má leggja söfnuninni lið með því að hringja í símanúmerið 908 1515 og dragast þá 1500 kr af símreikningi eða með frjálsum framlögum á www.lifsspor.is. Einnig er hægt að millifæra inná reikning Lífs styrktarfélags 515 14 411000, kt 501209 1040.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024