Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Vilborg Davíðsdóttir heldur erindi um sorgina
    Erindi Vilborgar verður í Keflavíkurkirkju á þriðjudagskvöld og hefst klukkan 20:00.
  • Vilborg Davíðsdóttir heldur erindi um sorgina
    Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur og þjóðfræðingur.
Mánudagur 25. janúar 2016 kl. 09:30

Vilborg Davíðsdóttir heldur erindi um sorgina

Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Vilborg Davíðsdóttir heldur erindi um sorg og sorgarviðbrögð í Keflavíkurkirkju á morgun þriðjudaginn 26. janúar klukkan 20:00.
 
Hún gaf út bókina Ástin, drekinn og dauðinn á síðasta ári. Í bókinni lýsir hún vegferð sinni og síns heitt elskaða með sjúkdómi sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja.
 
Erindið er öllum opið en syrgjendur eru sérstaklega boðnir velkomnir.
 
Fimmtudaginn 28. janúar hefst sorgarhópur í Keflavíkurkirkju. Skráning í síma 420-4301 og með pósti á netfangið [email protected]
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024