Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Víkurfréttaljósmyndari í Kompási
Laugardagur 11. nóvember 2006 kl. 21:56

Víkurfréttaljósmyndari í Kompási

Hróður Ellerts Grétarssonar, ljósmyndara Víkurfrétta, hefur farið víða. Hann hefur verið þátttakandi á ljósmyndasýningum hér innanlands sem og erlendis. Nýverið lauk sýningu á myndum Ellerts í virtri listamiðstöð í Bandaríkjunum og þá er hann á meðal tuttugu listamanna sem sýna verk í Limner Gallery í New York um þessar mundir. Einnig hefur Ellert tekið þátt í sýningum í Búlgaríu, svo eitthvað sé nefnt.
Fréttaskýringaþátturinn Kompás, sem sýndur er á Stöð 2 á sunnudagskvöldum, tók hús á okkar manni á dögunum til að kynnast ljósmyndaranum og þeim verkum sem hann er að vinna. Ellert verður í Kompási á morgun, sunnudag, strax eftir kvöldfréttir á Stöð 2. Einnig verður í þættinum fylgst með þeim Jóa og Guggu, sem hafa barist við fíkniefnadjöfulinn eins og frægt er orðið úr þættinum Kompási. Í þættinum á morgun fáum við að sjá hvað hefur á daga þeirra drifið frá því Kompás sagði skilið við þau í vor. Ekki missa af Kompási á morgun, strax eftir kvöldfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024