Víkur úr eldhúsinu á ögurstundu fyrir betri helmingnum
Þórður Þorbjörnsson, innkaupastjóri Íslenskra aðalverktaka hf og þjálfari hjá Flott Þrek, stefnir á að fara hringinn í sumar og nýta sér bændagistingu.
– Hvernig varðir þú páskunum?
Við hjónin tókum Víði á þetta og ferðuðumst innanhús þessa páskana, stunduðum æfingar, fórum í langa göngutúra í Keflavík og nutum páskanna í samskiptum við fjölskyldu.
– Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn?
Við hjónin tókum sameiginlega Nóa Síríus nr. 4. „Þá koma dagar og þá koma ráð,“ sem á vel við á þessum sérstöku tímum.
– Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk?
Við notumst mest við Facebook og FaceTime.
– Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna?
Móður mín sem býr í Pensicola, Florida fengi það símtal. Hún er þar og ég hér.
– Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19?
Fyrst og fremst finnst mér þríeykið okkar, Víðir, Þórólfur og Alma, hafa staðið sig með eindæmum vel. Gott að vita að íslenska þjóðin hefur valið sér þá gæfu að láta fagfólk stjórna okkar aðgerðum. Það sló örlítið á bjartsýnina að heyra þetta frá Þórólfi EN við erum svo fljót að aðlagast breytingum í okkar umhverfi svo ég veit að við vinnum vel úr þessu.
– Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum?
Að mannkynið var komið langt fram úr náttúrunni og ég vona að við náum að endurmeta verðgildi okkar með tilliti til hvernig við forgangsröðum hvar styrkur samfélagsins liggur.
– Ertu liðtækur í eldhúsinu?
Já, er það þegar ég tek mig til EN þar sem betri helmingur minn er svo sterk þar þá vík ég á örgurstundum eins og t.d. á hátíða- og tyllidögum.
– Hvað finnst þér virkilega gott að borða?
Finnst svo til allur matur góður en ef ég ætti að velja eitthvað eitt þá er það íslenska lambið.
– Hvað var í páskamatinn?
Hamborgarhryggur og kalkúnabringa.
– Hvað finnst þér skemmtilegast að elda?
Held bara kjúkling í ýmsu formi.
– Hvað var bakað síðast á þínu heimili?
Vöfflur.
– Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn?
Grískt jógurt, jarðaber, bláber og rjóma.
– Hvað hefur gott gerst í vikunni?
Samvera, æfingar og náð að hjálpa öðrum að halda sér í líkamsrækt.
– Hvað hefur vont gerst í vikunni?
Allir þeir sem hafa sýkst og dáið af COVID-19.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali?
Hver er spurningin og svarið við henni?
Hvernig sérð þú fyrir þér næsta ferðlag þitt?
Ísland er málið. Nú þegar við sjáum fram á að ferðalög erlendis verða ekki á döfinni líklega stærsta hluta þessa árs þá hlakkar mig mikið til að ferðast heima og fara t.d hringinn sem ég hef ekki gert áður og nýta mér bændagistingu. Hlakka mikið til.