Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Víkingar með tónleika í kvöld
Þriðjudagur 29. apríl 2014 kl. 12:56

Víkingar með tónleika í kvöld

Tónleikar Söngsveitarinnar Víkinga verða í kvöld, þriðjudagskvöld, í Safnaðarheimilinu í Sandgerði. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Ókeypis aðgangur.
 
Þetta eru afmælistónleikar Víkinga, því að sveitin er 20 ára nú í ár. Á dagskránni verða sérvalin lög, eitt frá hverju starfsári söngsveitarinnar.
 
Tónleikarnir verða endurteknir þann 30. apríl og þá í Bíósal Duus í Keflavík kl. 20:00 og jafnframt er frítt inn á þá tónleika.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024