Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Víkingar í söngveislu á Flúðum
Mánudagur 7. maí 2012 kl. 10:22

Víkingar í söngveislu á Flúðum

Það voru fagrir tónar sem bárust til fjölda áheyrenda þegar þrír karlakórar, um 120 menn, sungu saman á sviði félagsheimilisins á Flúðum um helgina. Þetta voru söngfélagar í Karlakór Hreppamanna sem Edit Molnár stjórnar en Miklós Dalmay lék undir. Karlakórinn Ernir á norðanverum Vestfjörðum sem Betáta Joó stjórnar en Margrét Gunarsdóttir annast undirleik og Söngsveitin Víkingar af Suðurnesjum. Stjórnandi er Jóhann Smári Sævarsson en píanóleikari er Steinar Guðmundsson.


Kórarnir sungu þrjú lög saman að lokum en fyrst hvor í sínu lagi en einnig K Hreppamanna nokkur lög með Ísfirðingum. Heimamenn buðu Vestfirðingunum að koma og endurgjalda góðar móttökur sem þeir fengu þegar Heklumót, samband karlakóra, var haldið fyrir skömmu. Lagaval var létt og skemmtilegt, flest innlend karlakóralög en þó nokkur erlend við íslenska texta. Þetta var sannkölluð söngveisla. Þess má geta að karlakór Ísfirðinga varð 90 um helgina.
Myndin er af söngsveitinni Víkingum en hana tók Sigurður Sigmundsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024